Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Gasmengunar verður víða vart í dag
Föstudagur 14. júní 2024 kl. 10:28

Gasmengunar verður víða vart í dag

Útlit er fyrir að gas frá eldstöðinni við Sundgnúk dreifist víða um Reykjanesskagann og höfudborgarsvæðið í dag með auknum líkum á gosmóðu.

Talsverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Spá veðurvaktar Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir háum gildum í Grindavík síðdegis. Meðfylgjandi skjáskot er úr gasdreifginngarkorti Veðurstofunnar og gildir í dag, föstudag, kl. 18:00.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is.

Nánar hér: https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

Tilkynning um gasmengun

Veðurstofan þiggur einnig tilkynningar frá fólki sem telur sig verða vart við gasmengun. Það skal tekið fram að við óskum ekki eftir tilkynningum frá þeim sem fara að gosstöðvunum heldur einungis frá íbúum í byggð. Hlekkur á skráningarform vegna gasmengunar

Hér eru ráðleggingar frá Umhverfisstofnun vegna mengunar frá gosstöðvum og hlekkur á loftgaedi.is sem sýnir stöðu á loftgæðum í byggð.

Hlekkur á bækling sem útskýrir hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar fólks og veita upplýsingar um hvernig hægt er að verja sig og sína nánustu gegn loftmengun á tímum eldgosa.