Dubliner
Dubliner

Fréttir

Fræðsla um ofbeldi gegn eldra fólki í undirbúningi
Sunnudagur 9. nóvember 2025 kl. 06:51

Fræðsla um ofbeldi gegn eldra fólki í undirbúningi

Á 23. fundi öldungaráðs Reykjanesbæjar, sem haldinn var á Nesvöllum 13. október, var rætt um ofbeldi gegn eldra fólki. Borgar Jónsson, formaður ráðsins, lagði til að í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um málefnið undanfarið verði boðið upp á fræðslu fyrir almenning og fagfólk.

Að frumkvæði ráðsins verður fræðslan skipulögð í samstarfi við öldrunar- og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar og Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Markmiðið er að efla vitund um ofbeldi gegn eldra fólki og stuðla að opnari umræðu um vernd og velferð eldri borgara.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Öldungaráð fól formanni ráðsins og teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu að vinna málið áfram í samstarfi við Félag eldri borgara.

Dubliner
Dubliner