Fréttir

Flugvél Holiday Czeck Airlines kyrrsett á Keflavíkurflugvelli
Starfsmenn voru að setja matarvagna og fleira í vélina í morgun sem hefur verið kyrrsett. VF-myndir/hilmarbragi.
Miðvikudagur 24. október 2012 kl. 10:24

Flugvél Holiday Czeck Airlines kyrrsett á Keflavíkurflugvelli

- í kjölfar þess að Iceland Express hætti starfsemi

Isavia kyrrsetti í morgun Airbus A-320 flugvél tékkneska flugfélagsins Holiday Czeck Airlines vegna ógreiddra lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli sem Iceland Express hefur ekki staðið skil á vegna flugs á vegum félagsins.

Iceland Express er ekki flugrekandi en endanleg ábyrgð á greiðslu lendingargjalda hvílir á flugrekanda viðkomandi flugvélar sem í þessu tilviki er tékkneska flugfélagið í samræmi við lög um loftferðir. Flugvélin verður um kyrrt á Keflavíkurflugveli þar til viðeigandi greiðslur hafa verð inntar af hendi.

Public deli
Public deli

Eins og kom fram í gær hefur WOW air tekið yfir allan flugrekstur og áætlunarflug Iceland Express.