Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi
Flokkur Fólksins er stærsti flokkur Suðurkjördæmis eftir Alþingiskoningarnar 2024. Flokkurinn fékk 20% og 121 atkvæði meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem er næst stærstur og tapar einum þingmanni frá því í síðustu kosningum. Báðir flokkar fá tvo þingmenn.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er oddviti Flokks fólks en í 2. sæti var Sigurður Helgi Pálmason. Ásthildur var oddviti flokksins síðast.
Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Samfylkingin er þriðji stærstur í kjördæminu með 17,3% og fær einnig tvo þingmenn, báða nýja, þar sem Oddný Harðardóttir, fyrrverandi oddviti hætti. Nýir þingmenn Samfylkingar eru Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum og Ása Berglind Hjálmarsdóttir frá Ölfusi.
Miðflokkurinn hlaut 13,6% atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason en hann hefur áður verið þingmaður kjördæmisins, fyrir Flokk fólksins í næst síðustu kosningum.
Framsóknarflokkurinn fékk 12% atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri verður í brúnni fyrir Framsókn á þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins var í 2. sæti og datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar síðustu tölur í Kraganum komu í hús á hádegi á sunnudag. Við það datt félagi hans, Willum Þór Þórsson út af þingi en hann bauð sig fram í Kraganum.
Viðreisn fékk 11,2% og bætti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Eini Suðurnesjamaðurinn í oddvitasæti í kjördæminu, Guðbrandur Einarsson náði þó ekki að draga annan þingmann inn.