Fréttir

Flestir leigusamningar á Suðurnesjum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 21. ágúst 2019 kl. 09:52

Flestir leigusamningar á Suðurnesjum

Fjöldi leigusamninga er mestur á Suðurnesjum þegar borið er saman við landsbyggðina. Í júní og júlí voru gerðir samtals 170 samningar en það er 11,4% aukning frá sama tíma í fyrra.

Norðurland kemur næst á eftir Reykjanesi með fjölda gerðra leigusamninga í júní og júlí í sumar eða 131 samtals og þar er aukningin 17,5% á milli sumarmánuða í fyrra og nú.


Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs