Valhöll
Valhöll

Fréttir

Fjöldi viðburða í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar
Frá lýðheilsugöngu á vegum Reykjanesbæjar. Mynd úr safni.
Þriðjudagur 24. september 2024 kl. 15:54

Fjöldi viðburða í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar

Vikuna 30. september til 6. október er árleg lýðheilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Fjöldi heilsutengdra viðburða verður í boði fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Markmiðið með lýðheilsu- og forvarnarvikunni er að efla vitund og ýta undir heilbrigða lífshætti sem stuðla að bættri líðan og öflugri lýðheilsu bæjarbúa.

Fjölbreytt dagskrá verður í gangi alla vikuna, og ýmis tilboð í boði hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjanesbæjar sem taka virkan þátt. Meðal þeirra viðburða eru núvitundarganga í Njarðvíkurskógum, heilsufarsskoðun á Bókasafni Reykjanesbæjar, ókeypis sund í Vatnaveröld 4. október og fríir jógatímar í OM setrinu. Íþróttafélögin munu einnig bjóða upp á ókeypis æfingar og vinaviku og líkamsræktarstöðvar verða með ýmis tilboð í gangi. Þá munu Nesvellir standa fyrir viðburðum fyrir eldri borgara.

„Við getum því öll fundið okkur hreyfingu við hæfi og nýtt okkur þann fjölda heilsueflandi viðburða sem verða í boði til að bæta heilsu okkar. Allir bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt í lýðheilsu- og forvarnarvikunni,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Dagskráin í heild er á visitreykjanesbaer.is