Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Fimm Suðurnesjaverkefni fengu styrk úr Samfélagssjóði HS Orku
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ fékk styrk fyrir verkefnið Gróðurhús og matjurtagarður.
Þriðjudagur 24. júní 2025 kl. 12:16

Fimm Suðurnesjaverkefni fengu styrk úr Samfélagssjóði HS Orku

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði HS Orku og er það fjórða úthlutun sjóðsins frá því að hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Hátt í 90 umsóknir bárust en að þessu sinni hljóta 16 samfélagsverkefni víða um land styrki úr sjóðnum en áhersla er lögð á að styðja verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins.

Þau verkefni sem koma helst til greina eru þau sem tengjast samfélags- og umhverfismálum, sjálfbærni og orkuskiptum, lýðheilsu, menntun, fræðslu og forvörnum, æskulýðsstarfi, menningu og listum eða hafa skírskotun til heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Með þessar áherslur að leiðarljósi hlutu eftirfarandi verkefni styrk úr samfélagssjóði HS Orku að þessu sinni:

  •   Bygging björgunarsveitarhúsnæðis á Egilsstöðum – Björgunarsveitin Jökull.
    •    Málmsuðukennsla með málmsuðuhermum - Rafn Magnús Jónsson.
    •    Gjaldfrjálst félagsstarf fyrir ungmenni á einhverfurófi – Einhverfusamtökin.
    •    Tölva fyrir Lýðskólann á Flateyri - Lýðskólinn á Flateyri.
    •    Hópstarf fyrir systkini barna með sjaldgæfar greiningar - Einstök börn Stuðningsfélag.
    •    Hlaðvarpsnámskeið fyrir ungmenni á Vestfjörðum – Edinborgarhúsið.
    •    Reykjanes við Ísafjarðardjúp-100 ára saga – Sögumiðlun.
    •    Efla vitund barna um umhverfis- og náttúruvernd - Gróðurhús og matjurtagarður - Leikskólinn Holt.
    •    Tryggja áframhaldandi matargjöf í Kaffistofu Samhjálpar - Samhjálp félagasamtök.
    •    Fræðsla til ungmenna um endómetríósu – Endósamtökin.
    •    Uppbygging og lagfæring vegna sjávarágangs - Golfklúbbur Sandgerðis.
    •    Straumvatnsbjörgunarbúnaður - Björgunarsveitin Ingunn.
    •    Soroptimistar og stuðningur við Suðurhlíð - Soroptimistaklúbbur Keflavíkur.
    •    Hreinsun strandlengjunnar á Íslandi - Blái herinn.
    •    Endurnýjun á sviðs- og tækjabúnaði - Leikfélag Seyðisfjarðar.
    •    Paradísarlundur - Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og hafa styrkir verið veittir tvisvar sinnum á ári. Næsta úthlutun fer fram í nóvember og verður opið fyrir umsóknir í gegnum umsóknarsíðu frá 1-31. október 2025.