Gosvirkni fer minnkandi
Gosvirkni heldur áfram en hefur minnkað aðeins síðan í gær. Áfram gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs og dreifir úr sér á breiðunni innan við 1 km frá gígnum. Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hraunjöðrum.
Ákveðinni norðvestanátt er spáð í dag og berst gasmengun þá til suðausturs og er því ekki búist við gasmengun í byggð.
Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/ eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is