Fréttir

Farþegaþota fauk á landgang og skemmdist
Nokkrar af 737 MAX þotum Icelandair. Myndin tengist ekki fréttinni beint. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 16. nóvember 2021 kl. 20:54

Farþegaþota fauk á landgang og skemmdist

Boeing 737 MAX farþegaþota frá Icelandair skemmdist talsvert á Keflavíkurflugvelli í dag þegar vélin fauk utan í landgang við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafði vélinni verið komið fyrir á stæði við flugstöðina þegar vindur náði að snúa vélinni hálfhring.

Vængendi eða svokallað „Winglet“ rakst í landganginn. Bæði vængendinn og landgangur flugstöðvarinnar skemmdust talsvert í atvikinu. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til og mun rannsaka tildrög óhappsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024