Eldgosið enn yfirstandandi
Gosvirkni helst nokkuð stöðug í gígnum sem enn gýs úr á Sundhnúksgígaröðinni. Gat opnaðist á gígnum í gær, um kvöldið byrjaði að gjósa lítillega úr opnuninni. Hreyfing á ystu hraunjöðrum er mjög lítil, en örlítið til norðurs.
Áfram viljum við ítreka hættuna sem getur skapast af því að ganga á nýlegu hrauni þar sem einungis nokkrir sentimetrar geta skilið á milli harðs hraunyfirborðsins og fljótandi hrauns, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Spáð er stífri suðaustanátt í dag sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart í Reykjanesbæ, Garði og í Sandgerði. Suðvestlægari vindar annað kvöld og gasmengunin berst því til norðausturs og gæti mælst á Vatnsleysu og á höfuðborgarsvæðinu.
Lítil sem engin gosmóða hefur mælst á landinu í nótt.
Sjá gasdreifingarspá á heimasíðu Veðurstofunnar https://www.vedur.is/eldfjoll/ eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/ og loftgæði á vef Umhverfis- og orkustofnunar https://loftgaedi.is