Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Einstaklingum í fjárhagsaðstoð fækkar
Fimmtudagur 8. september 2022 kl. 08:02

Einstaklingum í fjárhagsaðstoð fækkar

Einstaklingum sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ fækkar á milli mánaðana júní og júlí. Í júní 2022 fékk 261 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 39.480.219. Í sama mánuði 2021 fengu 149 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 22.084.326.

Í júlí 2022 fengu 228 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 32.664.875. Í sama mánuði 2021 fengu 140 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 20.614.572.

Public deli
Public deli

Fjölgar í hópi þeirra sem fá húsnæðisstuðning

Einstaklingar sem fá sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykajnesbæ eru hins vegar fleiri í júlí en þeir voru í júní. Í júní 2022 fengu alls 275 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.774.288. Í sama mánuði 2021 fengu 279 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.886.253.

Í júlí 2022 fengu alls 285 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.942.673. Í sama mánuði 2021 fengu 280 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.942.673.