Daggæsla og skólahald hefjist í Grindavík vorið og haustið 2026
Sjálfstæðismenn í Grindavík vilja að stefnt sé að daggæsla verði hafin að nýju vorið 2026 og skólahaldi um haustið. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur ályktaði um málið á aðalfundi í gærkvöldi.
„Ályktunin er sett fram þar sem að ákalli Grindvíkinga um stefnu í skólamálum þarf að svara. Málaflokkurinn er í dag á valdi Grindavíkurnefndarinnar en samkvæmt lögunum starfar framkvæmdanefndin tímabundið en lögin falla úr gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2026 (sjá : https://island.is/v/fyrir-grindavik/um-grindavikurnefnd )
Því telur sjálfstæðisfélag Grindavíkur ekki óvarlega farið að stefna að daggæslu í Grindavík næsta vor og að skólahald hefjist haustið 2026 að því gefnu að atburðir taki ekki óvænta stefnu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.