Fréttir

Breyttur þrettándi í Reykjanesbæ
Sunnudagur 3. janúar 2021 kl. 07:56

Breyttur þrettándi í Reykjanesbæ

Samkomutakmarkanir kalla á breytta útfærslu árlegrar þrettándagleði í Reykjanesbæ. Blysför, brenna og dagskrá við svið verður felld niður en flugeldasýning verður á sínum stað þann 6. janúar.

Klukkan 19:15 - bílatónleikar

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Komum okkur tímanlega fyrir í bílum okkar og syngjum jólin og gamla árið í burtu með Ingó Veðurguði. Einnig má njóta tónleikanna úr útvarpstækjunum heima og í símanum með appinu Spilarinn.

Hægt verður að leggja á eftirtöldum stöðum:

Bílastæði við enda Hjallavegar (við íþróttavallarsvæði í Njarðvík)
Vegaöxl við Reykjanesbraut
Vegaöxl við Þjóðbraut
Klukkan 20:00 - flugeldasýning

Björgunarsveitin Suðurnes stýrir glæsilegri flugeldasýningu sem við njótum úr bílunum okkar. Púkar og kynjaverur verða á sveimi á bílastæðum við Hjallaveg og Þjóðbraut.

Mætum tímanlega, sýnum varkárni og tillitssemi.