Public deli
Public deli

Fréttir

Bæjarráð leggst alfarið gegn tækifærisleyfi fyrir LUX
Frá LUX í Keflavík. Mynd af fésbókarsíðu klúbbsins.
Miðvikudagur 5. apríl 2023 kl. 17:31

Bæjarráð leggst alfarið gegn tækifærisleyfi fyrir LUX

Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að LUX, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ, verði veitt tímabundið áfengisleyfi. Vegna sögu eftirlitsaðila viðburðar, samkvæmt umsögn, telur bæjarráð það ámælisvert að veita tækifærisleyfi til viðkomandi. Bæta þarf eftirlit við viðburði staðarins, endurbæta húsnæði og umhverfi og ekki síst gæta betur að aldurstakmarki gesta. Þetta segir í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar frá því í dag. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi var til umfjöllunar.

Þá segir að sífelldar kvartanir nágranna vegna umgengni og hávaða síðustu mánuði bæta ekki málsvörn viðkomandi eftirlitsaðila. Bæjarráð leggst því alfarið gegn því að þetta tækifærisleyfi verði veitt. Undir bókunina rita Friðjón Einarsson (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024