Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Atvinnuleysi á Suðurnesjum í maí 7%
Tuttugu og tveimur var sagt upp á skrifstofu Samkaupa í júní.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 1. júlí 2025 kl. 10:02

Atvinnuleysi á Suðurnesjum í maí 7%

Nærri eitt þúsund manns voru atvinnulausir á Suðurnesjum í maímánuði eða 7% en það er lang hæsta hlutfallið á landinu og tvöfalt hærra en landsmeðaltalið sem var 3,7%. Það lækkaði þó á Suðurnesjum milli mánaða eða um rúmlega hundrað manns og 1%.

Af þessum tæplega eitt þúsund manns sem ekki hafa vinnu á Suðurnesjum eru nærri sjö af hverjum tíu útlendingar eða 666 manns en 323 einstaklingar sem voru atvinnulausir í maí voru Íslendingar.

Þegar rýnt er í atvinnugreinar eru flestir atvinnulausir sem hafa starfað í ferðaþjónustu en síðan í byggingariðnaði og loks í störfum sem tengjast fiskveiðum, fiskeldi og fiskvinnslu. Þá voru rúmlega hundrað manns án vinnu í verslun en skemmst er frá að segja að 22 einstaklingum var sagt upp hjá Samkaupum nýlega og eru ekki í þessari tölu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Flestir atvinnulausir eru á aldrinum 30-39 ára eða 340 manns en næst flestir eða 286 18-29 ára.