Fréttir

Áríðandi tilkynning vegna næsta blaðs Víkurfrétta
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 6. maí 2022 kl. 07:06

Áríðandi tilkynning vegna næsta blaðs Víkurfrétta

Kosningablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku. Blaðið verður aðgengilegt á vef Víkurfrétta í rafrænu formi á þriðjudagskvöld og í prentaðri útgáfu á miðvikudag. Opið er fyrir móttöku aðsendra greina til hádegis á mánudag.

Athugið að aðeins er tekið á móti einni grein til birtingar á prenti frá hverju framboði. Allar greinar sem berast umfram verða eingöngu birtar á vef Víkurfrétta, vf.is.

Aðsendar greinar á að senda á póstfangið [email protected] Auglýsingar í kosningablaðið berist á póstfangið [email protected] Framboð eru beðin um að bóka auglýsingapláss tímanlega fyrir næsta blað.