Fréttir

Almannavarnir lána hitablásara til heimila á Suðurnesjum
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 11:47

Almannavarnir lána hitablásara til heimila á Suðurnesjum

Þeir íbúar Suðurnesja sem eru í neyð og vantar hitablásara geta komið á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Flugvelli í Reykjanesbæ og fengið blásara að láni frá Almannavörnum.

Ef fólk kemst ekki á staðinn má hafa samband við 636 9215 og fá hitablásara sendan heim.

Vinsamlegast deilið þessum skilaboðum áfram og komið þessum boðum til fólks.
Optical Studio
Optical Studio