HMS
HMS

Fréttir

Álfar og tröll leggja undir sig hverfi í Reykjanesbæ
Föstudagur 19. nóvember 2021 kl. 17:32

Álfar og tröll leggja undir sig hverfi í Reykjanesbæ

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar leitaði til bæjarbúa um tillögur að nýjum götunöfnum í Dalshverfi III og nafni á hverfistorgið. Á sjöunda hundrað tillögur bárust og fjöldi þeirra var ævintýratengdur.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar íbúum góða þátttöku í nýjustu fundargerð sinni og leggur til að göturnar og torgið í Dalshverfi III beri eftirfarandi nöfn: Álfadalur, Trölladalur, Dísardalur, Huldudalur, Risadalur, Dvergadalur, Jötundalur, Drekadalur og Skessutorg.

Bílaverkstæði Þóris
Bílaverkstæði Þóris

Viðurkenningar fyrir nöfnin verða veittar í byrjun árs 2022.