Fréttir

Aðeins einn gestur á dag á D-deildina
Fimmtudagur 15. október 2020 kl. 15:40

Aðeins einn gestur á dag á D-deildina

Af sóttvarnarástæðum hefur fyrirkomulagi heimsókna á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verið breytt um óákveðinn tíma. Heimsóknir eru sem fyrr leyfðar á milli kl 18 og 20, en frá og með deginum í dag, 15. október 2020, þarf að bóka tíma í heimsóknir í síma 422-0636

Aðeins einn gestur má koma í heimsókn á dag í eina klst.í senn á tilgreindum heimsóknartíma. Allir gestir verða að bera grímu og sótthreinsa hendur.

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
• Eru í sóttkví
• Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
• Hafa komið erlendis frá fyrir minna en 14 dögum
• Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
• Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)