Ullarsokkar fyrir hermenn í Úkraínu
Í fyrravetur stóð ég fyrir sendingu á ullarsokkum til hermanna í Úkraínu, ég sendi 151 par af sokkum. Nú langar mig að endurtaka leikinn, því leita ég til prjónara um allt land. Það má líka senda herra lopapeysur. Ullarsokkarnir þurfa að vera í stærðum 40 til 45. Það þýðir ekki að senda barnasokka með því þetta fer beint á vígvöllinn. Ég stefni að því að sendingin fari af stað í byrjun desember.
Það þarf að koma sokkunum til mín, annaðhvort með póstinum eða á annan hátt.
Ég vil að sendingin sé merkt sendanda og heimilisfangi. Ég kem til með að senda þakkarbréf til að upplýsa um að sendingin hafi farið og hvenær hún fór, einnig hvaða magn af sokkum fór.
Einnig langar mig að bíð fyrirtæki og eða einstaklinga um stuðning til að senda þetta út, það kostar mikið fyrir einstakling að senda svona stóra sendingu með póstinum, fyrirtæki og eða einstaklingar geta sent mér tölvupóst á [email protected]. Ég hef siðan samband þegar nær dregur sendingardegi.
Með kærum þökk og von um góða þátttöku.
Aðalbjörg Runólfsdóttir.