Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Skilaboð frá heilsugæslu HSS
Laugardagur 15. janúar 2022 kl. 10:51

Skilaboð frá heilsugæslu HSS

Ágætu Suðurnesjabúar.

Við á heilsugæslunni höfum fengið töluverða gagnrýni undanfarna daga vegna aðstöðu og skipulags í covid sýntökum á Iðavöllum 12a.

Public deli
Public deli

Við erum að fara í gegnum óvenjulega tíma þar sem verkefnin eru stór sem okkur eru falin og virðist ekkert lát á. Við reynum þó að gera þetta eins vel og okkur er unnt án þess að þurfa að skerða þjónustu á heilsugæslustöðinni á meðan.

Fjöldi þeirra sem fá strikamerki í sýnatöku á hverjum 15 mínútum ræðst af því sem húsnæðið og aðkoma þola.

Allir sem fá strikamerki í einkennasýnatöku fá nákvæma tímasetningu í sýnatökuna. Skipulagið hjá okkur miðast við þær tímasetningar. Þegar fáir mæta í uppgefinn tíma fer skipulagið úr skorðum og langar raðir myndast.

Þeir sem koma í sýnatöku eftir sóttkví eða smitgát fá ekki ákveðna tímasetningu en geta mætt á opnunartíma. Skipulagið hefur andrými fyrir þá, ef aðrir mæta á þeim tímum sem þeim var úthlutað.

Opið er til kl. 11:30 á virkum dögum. Ef þeir sem eru að koma í sýnatöku eftir sóttkví eða smitgát, koma að sýnatökustað og sjá langar raðir má skreppa frá og koma aftur fyrir kl. 11:30.

Mikilvægt er að þeir sem eru að fara í einkennasýnatöku mæti á þeim tíma sem skilaboðin segja til um.

Öll sýni fara í sömu ferð á veirufræðideildina.

Ágætu Suðurnesjabúar, vinsamlega hjálpið okkur að láta þetta ganga vel. Starfsfólkið reynir sitt allra besta í þessum erfiðu aðstæðum.

Við erum öll í þessu saman.


Með vinsemd og virðingu,

Heilsugæsla HSS