Þorbjörn Aðalfundir
Þorbjörn Aðalfundir

Aðsent

Ert þú að sækja um styrki?
Mánudagur 16. apríl 2012 kl. 10:52

Ert þú að sækja um styrki?

Frá hugmynd til hagnaðar, örnámskeið fyrir frumkvöðla á Suðurnesjum, verða haldin í Eldey þróunarsetri fram á vorið í samstarfi Heklunnar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Lögð verður áhersla á stutt og hnitmiðuð námskeið og farið verður yfir það helsta sem nýtast mun fólki í nýsköpun.

Fyrsta námskeiðið hefst þriðjudaginn 17. apríl kl. 13:00 – 15:00 en þá verður fjallað um stuðningsumhverfið og styrkumsóknir.

Að sögn Dagnýjar Gísladóttur verkefnastjóra Eldeyjar getur verið vandasamt að vinna góða umsókn og oft verða frumkvöðlar af styrkjum vegna þess að umsókn er ekki nægjanlega vel unnin. „Umsóknarferlið getur verið erfiður þröskuldur fyrir marga enda tímafrekt og flókið fyrir þá sem ekki hafa reynslu af því. Eins munum við fara vel yfir stuðnings- og ?styrkjaumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja og veita hagnýta fræðslu um umsóknarskrif“.

Kennari er Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Verð fyrir námskeið er kr. 5.000 en bent er á niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun.

Námskeið framundan í Eldey:

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Vöruþróun – hugmyndir og rýni 25. apríl
Rekstur og reiknilíkan 8. maí
Sölu- og markaðsmál 15. maí
Netmarkaðssetning 22. maí
Rekstrarform fyrirtækja 30. maí

Skráning fer fram á [email protected]