Pistlar

Sameinast í Suðurnesjabæ
Föstudagur 10. mars 2023 kl. 07:45

Sameinast í Suðurnesjabæ

Rak augun í frétt þar sem bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála. Verkefnið er gott og göfugt en óskandi væri að Suðurnesjabær tæki bara að sér að leiða framtíðarsýn fyrir Suðurnesin eins og þau leggja sig. Ekki bara íþróttamál í eigin sveitarfélagi.

Ég tel nokkuð ljóst að eina vitræna framtíðarsýnin sé sú að sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist undir nafni Suðurnesjabæjar. Það er löngu orðið ljóst að ekkert við nafn Reykjanesbæjar heillar enda komin næstum 30 ára reynsla á nafnið og það virkar ekki. Keflavík fengi heldur aldrei brautargengi sem nafn. Við sjáum nú fram á framtíðaruppbyggingu í húsnæði sem einu sinni átti að vera álver á mörkum þessara sveitarfélaga. Það væri nú gaman í framhjáhlaupi að vita hvað bestu vinir aðal þurftu að borga út sem hrakvirði fyrir tugamilljarða framkvæmd sem fór í þrot. Spennandi dæmi.

En framtíðarsýn. Vitræna. Án kísilvers. En með grænum iðnaði og ferðaþjónustu. Í sameinuðum Suðurnesjabæ. Sem nær alveg til Grindavíkur og að sameinuðu sveitarfélagi Voga og Hafnarfjarðar.