Vörumiðlun
Vörumiðlun

Pistlar

Fúll á móti
Föstudagur 16. júní 2023 kl. 06:00

Fúll á móti

Það er undarlegt að vera Íslendingur í dag. Veðrið er ekki í stuði. Tíu gráðum er fagnað eins og hitabylgju. Golfvellirnir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu seinna en golfvellir norðanlands - og þeir eru í lélegra ásigkomulagi. Ferðaskrifstofur bjóða golfurum uppá sumartilboð á Tene. Hvaða rugl er það?

En þegar veðrið er vont og dimmt yfir þá skiptir miklu máli að halda haus og vera glaður. Fór með vinum mínum í golf í síðustu viku. Aðstæður bara eins og þær eru. Við vorum bara kátir. Að leik loknum hittum við fúlan á móti. Það þarf enginn á honum að halda þegar illa vorar. Við þurfum gleði í hjörtum. Höfum það í huga þegar við njótum 24 stunda dagsbirtunnar og forréttindanna að vera Íslendingar. Tala nú ekki um Keflvíkingar. Mætum á völlinn, styðjum okkar  lið. Mætum á golfvöllinn. Förum holu höggi. Njótum lífsins. Grillum. Ekkert vegan-kjaftæði. Veiðum. Sleppum ekki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njótum, elskum náungann og munum að bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Gleðilegt sumar!