Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

  • Vinnum af sömu framkvæmdagleði og foreldrar mínir
    Hér eru fyrstu drög af stækkun Diamond Suites á Hótel Keflavík en þar yrðu tíu svítur til viðbótar þeim átta sem teknar verða í notkun í vetur.
  • Vinnum af sömu framkvæmdagleði og foreldrar mínir
Föstudagur 8. maí 2015 kl. 08:00

Vinnum af sömu framkvæmdagleði og foreldrar mínir

Fyrsta 5 stjörnu stjörnu hótel landsins í bígerð:

„Já við erum hér á fullu og vinnum af sömu framkvæmdagleði og foreldrar mínir gerðu með okkur í fjölskyldufyrirtækinu yfir 40 ár með Ofnasmiðju Suðurnesja og svo með Hótel Keflavík frá árinu 1986. Í dag erum við með á þriðja tug iðnaðarmanna og stafsmanna að hreinsa út veggi og gólfefni á 4. hæð hótelsins. Þar erum við að vinna við að staðsetja fyrsta hlutann af Diamond Suites sem staðsett verður á efstu hæð hótelsins og reiknum við með að hafa 8 svítur til leigu í haust,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri í viðtali við Víkurfréttir. Samt sem áður þurfi að koma þessu rými í gagnið fyrir 20. maí því þá sé því sem næst fullbókað út sumarið. Lokafrágangur og húsbúnaður til að svíturnar standist fimm stjörnu kröfur komi inn í rólegheitum næstu sex mánuði. 

18 svítur og meiri lúxus 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Diamond Suites á Hótel Keflavík verður þar með sem fyrsta fimm stjörnu hótel landsins.  „Við ætlum alla leið í þessari framkvæmd með glæsilega innanstokksmuni og þjónustu og munum í mörgum þáttum vera með meiri lúxus en kröfur er gerðar um til fimm stjörnu hótela á alþjóðamarkaði. Ef vel gengur höfum við hafið hönnun á viðbótarhæð ofan á Vatnsnesveg 14 og ofan á álmuna við Framnesveg, samtals með 10 stórum svítum þannig að til lengri tíma litið yrðu 18 svítur reknar undir merkjum Diamond Suites, en 77 á Hótel Keflavík,“ segir Steinþór og bætir við að öll herbergi og almennt rými á Hótel Keflavík séu og verði að sama skapi í miklum endurgerðarfasa. „Þar verðum við með herbergi sem við viljum kalla 4 stjörnu superior og þá tengjum við okkur enn betur við fimm stjörnu herbergin á Diamond Suites.”

Hundruð milljóna framkvæmdir 

Aðspurður um áætlaðan heildarkostnað vegna framkvæmda síðustu tvö ár og til að klára fimm stjörnu framkvæmdir á Diamond Suites og ytra byrðis Hótel Keflavík, sem og endurnýjun herbergja, segir Steinþór þessar framkvæmdir hlaupa á hundruð milljóna króna. „Uppbygging hótelsins hefur þegar tekið tæp 30 ár en við sjáum í raun fyrir endann á þeim fyrir næsta vor á 30 ára afmæli hótelsins en þá verður tekin ákvörðun hvort við förum í þessa frekari stækkun á Diamonds Suites. Við er sérstaklega ánægð með að þetta fyrsta fimm stjörnu hótel landsins sé staðsett í Keflavík því við höfum frá upphafi haft mikla trú á okkar bæjarfélagi og þessi stóra fjárfesting sýnir að hugur fylgir máli,” segir Steinþór að lokum.

VF/Olga Björt