Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Þrautseig og tapsár
Sunnudagur 21. apríl 2024 kl. 06:02

Ungmenni vikunnar: Þrautseig og tapsár

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Aníta Rut Helgadóttir
Aldur: 15 ára
Bekkur og skóli: 10. bekkur Njarðvíkurskóla
Áhugamál: Körfubolti

Aníta Rut Helgadóttir er fimmtán ára grindvísk körfuboltastelpa sem gengur í Njarðvíkurskóla. Hún kann að meta kurteisi í fari fólks og myndi taka með sér sundföt á eyðieyju til að tana. Aníta er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hulda María mun pottþétt vera þekkt fyrir sína hæfileika í körfubolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ég er ekki búin að vera þar lengi en ein góð og fyndin er þegar íslenskukennarinn datt af stólnum í tíma.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Helga Jara.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Baugar með Birni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Vefja.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Anyone but you.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég myndi vilja taka með mér mat svo ég deyi ekki úr hungri, vatn svo ég deyi ekki úr þorsta og sundföt til að tana og synda með fiskunum.

Hver er þinn helsti kostur? Mér er sagt að ég sé þrautseig.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi vilja að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Kurteisi.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla í FS.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi körfubolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Tapsár.