Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Mannlíf

Söngleikjatónleikar í Frumleikhúsinu
Miðvikudagur 14. maí 2025 kl. 12:07

Söngleikjatónleikar í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur og nýstofnaður listahópur, Listahópurinn Vókall, sameina krafta sína og bjóða til glæsilegra söngleikjatónleika í Frumleikhúsinu næstkomandi fimmtudag og föstudag.

Söngur, dans og gleði einkennir tónleikana en það eru 11 leikfélagar sem taka að sér allan söng og dans en hljómsveitin er skipuð fagfólki á Suðurnesjunum. Það verða spiluð vinsæl og kraftmikil lög úr hinum ýmsu söngleikjum, bæði klassískum söngleikjum á borð við Grease og nýrri söngleikjum.

Markmið tónleikanna er að fjárafla fyrir nýju pallakerfi í Frumleikhúsinu, sem hefur lengi verið tímabært að endurnýja. Með nýju pallakerfi verður unnt að skapa enn betri aðstöðu fyrir framtíðaruppsetningar leikfélagsins og efla þannig menningarlíf á Suðurnesjum enn frekar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það er því bæði skemmtilegt og mikilvægt að mæta – og leggja sitt af mörkum á meðan maður nýtur söngleikjatöfranna.

Tónleikarnir fara fram í Frumleikhúsinu fimmtudaginn 15.maí og föstudaginn 16.maí kl.20:00. Miðasala er á tix.is.

Styðjum við menningu í heimabæ – sjáumst í Frumleikhúsinu!, segir í tilkynningu frá LK.