Tónlistarskóli RNB vortónleika
Tónlistarskóli RNB vortónleika

Fréttir

Úlfar Lúðvíksson lætur af störfum
Þriðjudagur 13. maí 2025 kl. 14:40

Úlfar Lúðvíksson lætur af störfum

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur látið af störfum og tekur uppsögnin gildi strax á miðnætti. Úlfar segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi tilkynnt sér að staða lögreglustjóra á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður.

Úlfar sagði blaðamanni að hann hefði verið boðaður á fund dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu í gær, þar sem honum var tilkynnt um ákvörðunina. Honum bauðst að starfa fram í nóvember en hann óskaði eftir að losna strax og var það samþykkt og tekur uppsögnin gildi á miðnætti.

Úlfar Lúðvíks­son var skipaður í embætti lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um 16. nóv­em­ber 2020. Hann fékk stór verkefni í fangið því fyrsta eldgosið af ellefu hófst 19. mars 2021 en lögreglan kom mikið að eftirliti og stjórnun á gossvæðinu og hefur gert.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Úlfar hef­ur ára­langa reynslu sem lög­reglu­stjóri og sem sýslumaður en áður en hann kom til Suðurnesja var hann lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi. Þá hef­ur hann víðtæka reynslu af al­manna­vörn­um og var formaður Lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins. Úlfar hef­ur verið lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi, sýslumaður á Ísaf­irði, lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum og sýslumaður á Pat­reks­firði.