Fjörheimar
Fjörheimar

Mannlíf

Hvað er það versta sem getur gerst?
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 14. júní 2020 kl. 09:21

Hvað er það versta sem getur gerst?

Gísli Freyr Njálsson er háseti á varðskipinu Tý. Hann hefur áhuga á siglingum og sjóbjörgun og ætlaði sér að verða skipstjóri eða vélstjóri þegar hann yrði stór.

– Nafn:

Gísli Freyr Njálsson.

– Fæðingardagur:

22. júlí 1999.

– Fæðingarstaður:

Reykjavík.

– Fjölskylda:

Foreldrar mínir eru Heiða og Njáll Trausti. Ég á tvo bræður, Björgvin Frey og Árna Frey og systir mín er Arnbjörg.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Skipstjóri eða vélstjóri.

– Aðaláhugamál:

Siglingar og sjóbjörgun.

– Uppáhaldsvefsíða:

Visir.is

– Uppáhalds-app í símanum:

Facebook.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Nei, hættu nú alveg.

– Uppáhaldsmatur:

Lambalæri og með því.

– Versti matur:

Skata.

– Hvað er best á grillið?

Nautalund.

– Uppáhaldsdrykkur:

Sódavatn.

– Hvað óttastu?

Kóngulóarvef.

– Mottó í lífinu:

Hvað er það versta sem getur gerst?

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Tom Hanks.

– Hvaða bók lastu síðast?

Every Tool’s a Hammer: Life Is What You Make It.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Nei.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

South Park.

– Fylgistu með fréttum?

Já, í sjónvarpi og á netinu.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Playing with Fire.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

Gylfi Sigurðsson.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

Keflavík.

– Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Folks.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Rapp.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Háseti á varðskipinu Tý.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Já, vinna meira.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Bara ágætlega miðað við hvernig staðan er núna.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já, já.

– Hvað á að gera í sumar?

Sigla og ferðast innanlands.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Til Ameríku.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi fara út á Reykjanesvita og ég myndi fara um allt Reykjanes með gestina.