Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Heimatónleikar á 8 stöðum á Ljósanótt 2019 - þekktir tónlistarmenn mæta
Heimatónleikarnir hafa verið meðal vinsælustu viðburða á Ljósanótt undanfarin ár.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 10:26

Heimatónleikar á 8 stöðum á Ljósanótt 2019 - þekktir tónlistarmenn mæta

Föstudagskvöldið 6. september verða Heimatónleikar á Ljósanótt haldnir í fimmta sinn í átta húsum í Reykjanesbæ, þar sem íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist, ýmist innandyra eða úti í garði.

Í ár taka átta hús þátt og jafnmargir listamenn/hljómsveitir. Þeir sem koma fram eru: Hjálmar, Dimma, Klassart, Úlfur,Úlfur, Ragnheiður Gröndal, Helgi Björns, Breiðbandið og Rass. Miðasala hefst á tix.is, föstudaginn 16. ágúst kl.10:00 og einungis verður hægt að kaupa fjóra miða í einni pöntun. Miðaverð er 3.000 kr. Síðast seldist upp á þennan viðburð á tveimur mínútum. Allar nánari upplýsingar um hús, tímasetningar og listamenn verða settar inn á heimasíðuna: Heimatónleikar í Gamla bænum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024