Fyrsta sagnastund vetrarins haldin á Garðskaga laugardaginn 15. nóvember
Sagnastund verður haldin á Garðskaga laugardaginn 15. nóvember 2025 kl 15:00.
Í Garðinum búa tveir prestar. Þó segja megi að hvorugur sé beinlínis innfæddur Garðmaður þá eru þeir samt Garðmenn. Séra Sigurður Grétar er þjónandi prestur Garðs og Sandgerðis og Séra Önundur þjónaði þar um tíma. Lengst af sat Önundur Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Þeir eru svo vinsamlegir að koma á sagnastund og segja okkur frá. Þar gæti komið við sögu hvernig fólkið á svæðinu kom þeim fyrir sjónir og kynni sín af samfélaginu. Einnig er allt eins líklegt að skemmtisögur fylgi með, enda báðir vel frásagnargóðir og geta verið bráðskemmtilegir.
Svo nálgast jólahátíðin og ágætt að fá nálgun á boðskap jólanna.
Sagnastundin fer fram á veitingastaðnum Röstinni á Garðskaga.
Allir velkomnir.
Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.






