Mannlíf

Flöskuskeyti fannst á Garðskaga með spurningu um jólasvein og hákarl
Laugardagur 26. október 2024 kl. 06:10

Flöskuskeyti fannst á Garðskaga með spurningu um jólasvein og hákarl

Flöskuskeyti frá sem kastað var í hafið laugardaginn 28. nóvember 2020 af tveimur sex ára strákum er fundið. Samkvæmt skeytinu voru þeir að senda frá sér sitt fyrsta flöskuskeyti. Þeir taka fram að þeir séu frá Suðurnesjum en ekki er tekið fram hvar flöskuskeytinu var kastað í sjóinn.
Ertu jólasveinn eða hákarl? Sendendur veltu fyrir sér hver myndi finna skeytið þeirra.

„Takk fyrir að finna flöskuna okkar,“ stendur skrifað með rauðu letri í eitt bréfið sem var í flöskunni, hálfslítra plastflösku undan Toppi. Svo var annað bréf með teikningum og þar var kastað fram spurningum. Kannski ertu fiskur, jólasveinn, hákarl, bátur, stelpa eða strákur?

Finnandi flöskuskeytisins er strákur sem reyndar fagnaði 76 ára afmæli í vikunni en fann flöskuskeytið á Garðskaga á sunnudag. Þar var hann að þrífa upp rusl sem skolaði á land í stórstraumsflóðinu um helgina.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Strákarnir sem sendu flöskuskeytið voru sex ára þegar það var sent og eru því væntanlega tíu ára í dag. Þeir eða forráðamenn þeirra geta haft samband við Víkurfréttir. Það væri gaman að geta sagt frá því hvar skeytið var sett í sjóinn og fá mynd af strákunum.