Flugstefna Íslands
Flugstefna Íslands

Íþróttir

Víðismenn töpuðu fyrir toppliði Vestra
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 26. ágúst 2019 kl. 10:06

Víðismenn töpuðu fyrir toppliði Vestra

Víðismenn töpuðu fyrir Vestra í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á Ísafirði.

Heimamenn komust yfir á 32. mínútu en Víðismenn jöfnuðu á 75. mínútu með marki frá Mehdi Hadraoui.

Allt stefndi í jafntefli en heimamenn í Vestra skoruðu sigurmark sitt þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma í síðari hálfleik.

Þegar átján umferðir hafa verið spilaðar eru Víðismenn í 4. sæti deildarinnar með 29 stig. Vestri er á toppnum með 36 stig.

Á morgun fer svo fram síðasti leikurinn í átjándu umferð þegar Þróttur Vogum tekur á móti Tindastóli. Þróttur er í 6. sæti deildarinnar með 26 stig en Tindastóll í botnsætinu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs