Íþróttir

Suðurnesjaliðin unnu til 21 verðlauna
Sigursælir Grindvíkingar og Þróttarar í mótslok.
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 10:12

Suðurnesjaliðin unnu til 21 verðlauna

Á Íslandsmóti yngri flokka í júdó

Suðurnesjaliðin Grindavík, Njarðvík og Þróttur áttu mikilli velgengni að fagna á Íslandsmóti yngri flokka í júdó sem fram fór um helgina. Njarðvíkingar unnu til tíu verðlauna, þar af sjö gull, en þaðan komu 15 keppendur. Grindvíkingar unnu til átta verðlauna en níu keppendur mættu til leiks frá Grindvíkingum. Allir þrír Þróttararnir unnu til svo verðlauna þannig að uppskeran var rífleg.

Hjá Njarðvíkingum unnu til gullverðlauna þau: Jóhannes Pálsson, Daníel Árnason, Ægir Baldvinsson, Ingólfur Röngvaldsson, Stefán Davíðsson og Bjarni Sigfússon.
Þau Tinna Einarsdóttir, Aron Arnarsson og Adam Latkowski úr Grindavík fögnuðu Íslandsmeistaratitli. Þróttarinn Jóhann Jónsson vann svo í -66 kg flokki undir 16 ára. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Verðlaunahafa frá Suðurnesjum má sjá hér að neðan en nánari úrslit má nálgast með því að smella hér.

Dr. U13 -42
3. Hjörtur Klemensson Grindavík

St. U15 -70
1. Tinna Einarsdóttir Grindavík

Dr. U15 -34
1. Adam Latkowski Grindavík
2. Róber Latkowski Grindavík

Dr. U15 -73
4.Helgi Sigurðsson

Dr. U18 -50
2. Ísar Guðjónsson Grindavík
3. Kristinn Guðjónsson Grindavík

Dr. U18 -90
1. Aron Arnarsson Grindavík

Dr. U13 -38

3. Samúel Pétursson Þróttur

Dr. U13 -42
2. Patrekur Unnarsson Þróttur

Dr. U13 -66
1. Jóhann Jónsson Þróttur

Dr. U13 -55 (2)
1. Jóhannes Pálsson Njarðvík

Dr. U15 -42 (3)
1. Daníel Árnason Njarðvík

3. Luka Bosnjak Njarðvík

Dr. U15 -55 (8)
1. Stefán Davíðsson Njarðvík

3. Gunnar Guðmundsson Njarðvík

5. Jóel Reynisson Njarðvík
5. Kári Egilsson

7. Gabríel Vignisson Njarðvík

Dr. U18 -66 (3)
1. Ingólfur Rögnvaldsson Njarðvík

 


Dr. U21 -66 (3)
1. Ægir Baldvinsson Njarðvík
2. Ingólfur Rögnvaldsson Njarðvík

 

Dr. U21 -73 (4)
1. Bjarni Sigfússon Njarðvík