Íþróttir

Njarðvíkingar skelltu toppliðinu
ÍR komst inn í sendingu Kenneth Hogg þegar lítið var eftir og innsigluðu sigur Njarðvíkinga með óverejandi sjálfsmarki. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 11. júní 2021 kl. 08:25

Njarðvíkingar skelltu toppliðinu

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR á Rafholtsvelli í gær. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar á toppnum en Njarðvík í því sjötta en Njarðvík sigraði 2:0 og er í þriðja sæti eftir leiki gærkvöldsins.

Njarðvík komst yfir á 24. mínútu þegar Njarðvík sótti upp hratt upp vinstri kantinn, Magnús Þórðarson braust í gegnum vörn ÍR og átti aðeins eftir að sigra markvörðinn sem varði vel, boltinn barsta þaðan til Andra Fannars Freyssonar sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi.

Njarðvík var nærri því að tvöfalda forystuna á lokasekúndum fyrri hálfleiks þegar Njarðvíkingar fengu hornspyrnu og Einar Orri Einarsson skallaði fyrirgjöfina í samskeytin. Staðan í hálfleik 1:0.

Hreggviður Magnússon fékk dauðafæri á 78. mínútu þegar boltinn barst til hans inn í teig en markvörður ÍR varði vel. Hlutirnir gerðust hratt á þessum mínútum og ÍR komst í álíka færi hinum megin á vellinum en Róbert Blakala varði þá vel frá sóknarmanni ÍR. Njarðvík brunaði í sóknina og góð sending inn fyrr vörn ÍR á Kenneth Hogg sem ætlaði að senda á samherja en varnarmaður ÍR-inga komst inn í sendinguna og hamraði í eigið mark (82').

Njarðvíkingar fjölmargar hornspyrnur í seinni hálfleik sem voru að valda ÍR-ingum talsverðum vandræðum en fleiri urðu mörkin ekki og Njarðvíkingar unnu 2:0.

Það má sjá leikinn í spilaranum hér að neðan.