Íþróttir

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í minibolta tíu ára stúlkna
Íslandsmeistaralið Njarðvíkur. Mynd/umfn.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 09:32

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í minibolta tíu ára stúlkna

Úrslit í minibolta tíu ára stúlkna fóru fram í Ólafssal í Hafnarfirði um helgina þar sem Njarðvíkurstúlkur urðu Íslandsmeistarar. Njarðvík var með tvö lið, A og B, í A-riðli á lokamótinu. B-liðið var að leika í fyrsta sinn í A-riðli og höfðu tvo sigra í fimm leikjum. A-liðið vann alla leiki helgarinnar og varð Íslandsmeistari. Þess ber að geta að A-liðið vann alla sína leiki í vetur og fóru því taplausar í gegnum tímabilið. Frábær árangur hjá þessum efnilegu stelpum. „Framtíðin er björt hjá þessum stelpum og Njarðvík,” sagði Kristjana Jónsdóttir, þjálfari liðanna, en Kristjana og Bylgja Sverrisdóttir þjálfa saman minibolta tíu og ellefu ára stúlkna í Njarðvík.

B-liðið vann tvo af fimm leikjum sínum í A-riðli um helgina.

Optical Studio
Optical Studio