Íþróttir

Njarðvík vann en Keflavík og Grindavík töpuðu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 13. febrúar 2021 kl. 10:05

Njarðvík vann en Keflavík og Grindavík töpuðu

Efsta lið Domino’s deildarinnar í körfubolta, Keflavík, tapaði sínum öðrum leik vetrarins í tíundu umferð þegar þeir máttu lúta í gras gegn Valsmönnum. Njarðvíkingar sigruðu ÍR og Grindavík tapaði fyrir KR.

Keflvíkingar mættu ískaldir á Hlíðarenda og lentu í vandræðum í upphafi leiks og þau vörðu til enda leiksins því þeir hittu illa og léku illa og það skilaði sér í tapi gegn Valsmönnum sem voru ferskari en í síðustu leikjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Valur-Keflavík 85-72 (21-16, 17-18, 20-13, 27-25)

Keflavík: Dominykas Milka 25/8 fráköst, Deane Williams 14/12 fráköst, Calvin Burks Jr. 14, Ágúst Orrason 9/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 4, Reggie Dupree 0, Max Montana 0, Arnór Sveinsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0.

Njarðvíkingar flestar sínar bestu hliðar gegn ÍR í Ljónagryfjunni og unnu sannfærandi sigur 96-80. Þeir skörtuðu nýjum leikmanni, Kyle Johnson og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 25 stig og tók 10 fráköst.

Njarðvík-ÍR 96-80 (26-11, 19-23, 19-14, 32-32)

Njarðvík: Kyle Johnson 25/10 fráköst, Mario Matasovic 20, Logi  Gunnarsson 17, Rodney Glasgow Jr. 14/5 stoðsendingar, Antonio Hester 9/13 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 7, Ólafur Helgi Jónsson 4, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Adam Eidur  Asgeirsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.

Grindvíkingar tapaði á Króknum fyrir Tindastóli 88-81. Leikurinn var jafn allan tímann en heimamenn náðu að knýja fram sigur.

Tindastóll-Grindavík 88-81 (19-15, 25-25, 19-13, 25-28)

Grindavík: Marshall Lance Nelson 19/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst/6 stolnir, Þorleifur Ólafsson 15/7 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 14/7 fráköst, Kristinn Pálsson 7/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/8 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Johann Arni Olafsson 0.

Keflvíkingar eru efstir með 16 stig en Þór og Stjarnan eru næst með 14. Njarðvík og Grindavík er í 5.-7. sæti.