Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur með nauma forystu á toppnum
Fimmtudagur 2. mars 2023 kl. 14:44

Keflavíkurstúlkur með nauma forystu á toppnum

Keflavík heldur forystu í Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir sigur á Breiðabliki í gær.  Á sama tíma gerði Njarðvíkurkonur nánast út um vonir Grindavíkur um að komast í úrslitakeppnina þegar þær unnu öruggan sigur.

Keflvík vann öruggan sigur, náði forystu strax í byrjun og jók hana smám saman allan leikinn. Í lokin munaði tuttugu stigum, 80-60. Daniela Wallen var að vanda atkvæðamikil, hún skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og stal sex boltum.

Public deli
Public deli

Keflavík-Breiðablik 80-60 (21-15, 19-16, 18-11, 22-18)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 18/10 fráköst/6 stolnir, Agnes María Svansdóttir 14/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 13/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Hjördís Lilja Traustadóttir 6, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 4, Karina Denislavova Konstantinova 3/6 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 0/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0.

Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur var sveiflukenndur. Liðin skiptust á forystu en voru jöfn fyrir síðasta leikhlutann. Þá rúlluðu Njarðvíkurkonur yfir stöllur sínar í Grindavík, unnu leikhlutann og leikinn með 15 stigum, 72-87.

Grindavík-Njarðvík 72-87 (18-15, 12-20, 24-19, 18-33)

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 11/7 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Alexandra Eva Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 6, Hekla Eik Nökkvadóttir 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/5 fráköst, Elma Dautovic 2/4 fráköst, Elín Bjarnadóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/8 fráköst/8 stoðsendingar, Raquel De Lima Viegas Laneiro 16/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Lavinia Joao Gomes Da Silva 12/7 fráköst/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/8 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Dzana Crnac 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Keflavík er með 40 stig í efsta sæti en Valur og Haukur eru með 38 stig. Keflavík mætir Haukum á heimavelli 8. mars, Grindavík fer í Kópavoginn og Njarðvík fær Fjölni í heimsókn.