Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Keflavík getur endað í efsta sæti í körfunni
Callum R. Lawson átti stórleik hjá Keflavík.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 6. mars 2020 kl. 10:36

Keflavík getur endað í efsta sæti í körfunni

Keflvíkingar eiga enn möguleika á að enda í efsta sætið Domino’s deildarinnar í körfubolta en það er þó í höndum Stjörunnar sem þarf að tapa gegn KR í kvöld. Keflavík vann Fjölni létt á útivelli, Njarðvík vann góðan sigur á Haukum í Hafnarfirði en Grindavík tapaði fyrir ÍR á heimavelli.

Grindavík náði ekki að fylgja eftir góðum leikjm að undanförnu með sigri og töpuðu 82:90. Sigtryggur A. Baldursson átti þó enn einn stórleikinn og skoraði 27 stig og tók 8 fráköst.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindavík-ÍR 82-90 (12-19, 23-19, 23-27, 24-25)

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst, Seth Christian Le Day 16/11 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 13/10 fráköst/7 stoðsendingar, Valdas Vasylius 12/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12/6 fráköst/8 stoðsendingar, Miljan Rakic 2, Davíð Páll Hermannsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.

Í Hafnarfirði voru þrír Íslendingar stigahæstir og það er frekar sjaldgæft og stigahæsti maður Hauka var líka heimamaður. Kristinn Pálsson skoraði 15/6 fráköst, Logi Gunnarsson skoraði 14 og Maciek Baginski var með 13. Njarðvíkingar eiga enn möguleika á að enda í 3. Eða 4. Sæti en eru í harðri baráttu við Tindastól og KR.

Haukar-Njarðvík 76-87 (16-19, 20-16, 13-26, 27-26)

Njarðvík: Kristinn Pálsson 15/6 fráköst, Logi  Gunnarsson 14, Maciek Stanislav Baginski 13, Aurimas Majauskas 10/5 fráköst, Mario Matasovic 9, Jón Arnór Sverrisson 8, Chaz Calvaron Williams 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eric Katenda 6, Ólafur Helgi Jónsson 4, Gunnar Már Sigmundsson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0, Róbert Sean Birmingham 0.

Keflvíkingar sýndu mátt sinn og megin þegar þeir rústuðu Fjölni. Falur Harðarson, þjálfari átti engin töfravopn í búrinu núna. Callum R. Lawson átti stórleik hjá Keflavík en hann hefur verið vaxandi í síðustu leikjum. Hann skoraði 35 stig, Cominykas Milka var með 25 stig og 9 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 14.

Fjölnir-Keflavík 73-118 (24-31, 16-31, 12-23, 21-33)

Keflavík: Callum Reese Lawson 35, Dominykas Milka 25/9 fráköst, Magnús Már Traustason 14, Deane Williams 13/6 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 10/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 4/5 stoðsendingar, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Veigar Áki Hlynsson 2, Reggie Dupree 0, Guðmundur Jónsson 0.