RVK Asian
RVK Asian

Íþróttir

Grindvíkingar fá liðsstyrk
Oddur Ingi á Grindvíkurvellinum.
Miðvikudagur 20. maí 2020 kl. 09:04

Grindvíkingar fá liðsstyrk

Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk frá KR-ingum í sumar. Suðurnesjaliðið leikur í næst efstu deild en Vesturbæingar sendu einn ungan kappa til Grindavíkur og mun leika í þeirra búningi í sumar. Þetta er Oddur Ingi Bjarnason en hann lék í neðri deild í fyrra með KV og skoraði þá 15 mörk. Oddur Ingi er tvítugur og leikur á hægri vængnum. Á Facebooksíðu UMFG er sagt að hann búi yfir miklum hraða og eigi eftir að styrkja liðið í sumar.

Þá hafa Grindvíkingar fengið markvörðinn Baldur Olsen en hann kemur frá Víkingi á Ólafsvík. Baldur er tvítugur og lék með Grindavík í sameinuðum öðrum flokk Grindavíkur, Víkings Ólafsvík og GG á síðustu leiktíð. Hann kemur inn í öflugt markvarðateymi hjá Grindavík og standa vonir til þess að hann muni taka framförum í góðri samkeppni um markvarðarstöðuna, segir á Facebooksíðu Grindvíkinga.

Baldur Olsen er kominn í markvarðahóp Grindvíkinga.