Langbest
Langbest

Íþróttir

Fyrstu mót ársins í hópfimleikum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 09:01

Fyrstu mót ársins í hópfimleikum

Fyrstu mótum ársins lokið en undanfarnar tvær helgar fóru fram tvö mót í hópfimleikum, GK-mót og Mótaröð 2 í Reykjavík og Akranesi.

Fyrri helgina voru það yngri flokkarnir sem kepptu og átti Keflavík þar eitt lið í 5. flokki. Stúlkurnar í 5. flokki voru að keppa á sínu fyrsta FSÍ-móti og stóðu þær sig svo sannarlega með prýði.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Þær enduðu í þriðja sæti samanlagt af nítján liðum og gaman er að segja frá því að þær lentu í fyrsta sæti á gólfi. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá stúlkunum.

Seinni helgina sendi Keflavík tvö lið, stúlkurnar í 3. flokki kepptu á GK-mótinu og stóðu sig svo sannarlega vel og skemmtu sér konunglega. Einnig sendi Keflavík eitt lið á Mótaröð 2 sem samanstóð af stelpum úr 2. flokki.

Bæði liðin voru með þau markmið að nýta þessi mót sem undirbúning fyrir bikarmót sem fer fram eftir þrjár vikur.

Öll lið voru deildinni til sóma og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu mótum!