Langbest
Langbest

Fréttir

Veittu styrki í tilefni af 75 ára afmæli Kaupfélags Suðurnesja
Á myndinni eru þau Sólveig Einarsdóttir frá KSK, Brynja Júlíusdóttir frá Leikfélagi Keflavíkur, Hrefna Magnea Guðmundsdóttir og Jóhanna Andrea Markúsdóttir frá Starfsmannafélagi HSS og Skúli Þ. Skúlason frá KSK. Hvítvínskonurnar mættu óvænt í afhendinguna, enda áttu þær von á veitingum. Þær fengu að vera með á mynd. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 11. desember 2020 kl. 10:40

Veittu styrki í tilefni af 75 ára afmæli Kaupfélags Suðurnesja

Kaupfélag Suðurnesja, KSK, fagnar 75 ára afmæli á árinu en félagið var stofnað 13. ágúst 1945. Af því tilefni vill félagið vekja athygli á og viðurkenna frábært starf Leikfélags Keflavíkur sem hefur verið duglegt að efla ungmenni á Suðurnesjum í leik og starfi.

Þá hefur starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja unnið við einstaklega erfiðar aðstæður á árinu og seint hægt að þakka því nægjanlega.

Stjórnendafélag Suðurnesja
Stjórnendafélag Suðurnesja

Kaupfélagið færði því Leikfélagi Keflavíkur kr. 350.000,- og starfsmannafélagi HSS kr. 350.000,- í tilefni þessara tímamóta.