Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Fréttir

Vatnslögn til Grindavíkur laskaðist í skjálftanum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 31. júlí 2022 kl. 22:24

Vatnslögn til Grindavíkur laskaðist í skjálftanum

Fram kemur á Facebook-síðu Grindavíkurbæjar að vegna leka í dreifikerfi sé lítill sem enginn þrýstingur á köldu vatni en vatnslögn til Grindavíkur laskaðist í stóra skjálftanum í dag. Búið er að staðsetja lekann og unnið er að viðgerð.

Í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld eru íbúar hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.  Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Rétt er að geta þess að tjón á munum og eignum er tilkynnt á vefsíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Ef slys hafa orðið á fólki er það tilkynnt til 112.