Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Tólf vilja í stól forstöðumanns Súlunnar hjá Reykjanesbæ
Frá Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 22. júlí 2019 kl. 10:55

Tólf vilja í stól forstöðumanns Súlunnar hjá Reykjanesbæ

Tólf einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns Súlunnar, sem er nýtt starf hjá Reykjanesbæ. Súlan er ný skrifstofa þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir m.a. atvinnumál, menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefnastjórnun.

Hjá Súlunni starfa sérfræðingar viðkomandi málaflokka en Súlan starfar þvert á svið til að auka þjónustu og bæta lífskjör bæjarbúa Reykjanesbæjar og gesta þeirra. Þá er forstöðumanni ætlað að innleiða aðferðir verkefnastjórnunar til starfsmanna Reykjanesbæjar.

Public deli
Public deli

Í auglýsingu um starfið sagði: „Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi.Teymishugsun, samstarfsvilji, lipurð og hæfni í samskiptum skulu einkenna forstöðumann ásamt skipulagshæfileikum, sveigjanleika og víðsýni.

Starf forstöðumanns Súlunnar felur í sér ábyrgð á stjórnun, stefnumótun og þjónustu þeirra stofnana sem undir Súluna heyra. Forstöðumaður er talsmaður Súlunnar og ber ábyrgð á því að starfsemi skrifstofunnar sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir“.

Starfssvið forstöðumanns Súlunnar:
Ber ábyrgð á innleiðingu verkefnastjórnunar sem stjórnunaraðferð í starfsemi Reykjanesbæjar.
Ber ábyrgð á innleiðingu og vinnu með stefnumótun Reykjanesbæjar á verkefnasviði Súlunnar og fylgir eftir verkefnum.
Ber ábyrgð á því að efla og samræma kynningar- og markaðsmál Reykjanesbæjar.
Ber ábyrgð á framkvæmd þjónustusamninga Reykjanesbæjar við ytri aðila á verkefnasviðum Súlunnar.
Hefur umsjón með og vinnur að gerð fjárhagsáætlana Súlunnar í samstarfi við fagnefnd og aðra starfsmenn.
Ber ábyrgð á gerð starfsáætlunar fyrir þau verkefni sem heyra undir Súluna.

Umsækjendur um starf forstöðumanns Súlunnar eru:

Ágústa Kristín Grétarsdóttir

Dóróthea Ármann

Egill Ólafsson

Gerður Ríkharðsdóttir

Gunnhildur Þórðardóttir

Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir

Kristinn Þór Sigurjónsson

Kristján Carlsson Gränz

Magnús Bjarni Baldursson

Magnús Björgvin Jóhannesson

Sigurgestur Guðlaugsson

Þórdís Ósk Helgadóttir

(Fréttin hefur verið uppfærð).