Þykkar Víkurfréttir inn um lúguna í dag
	Fyrsta tölublað Víkurfrétta á árinu er komið út og er blaðið í dreifingu um öll Suðurnes. Blað vikunnar er þykkt, enda langt um liðið frá síðasta blaði sem kom út fyrir jól.
	
	Í þessu fyrsta blaði ársins, sem er 32 síður, er m.a. horft yfir farinn veg í íþróttum. Birtur er fyrrihluti fréttaannáls í myndum frá nýliðnu ári og þá eru viðtöl við fólk sem stendur á tímamótum eða er að gera áhugaverða hluti.
	
	Fyrir ykkur sem hafið ekki þolinmæði í að bíða eftir póstinum, þá má sjá blaðið rafrænt hér að neðan.
	
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				