Fréttir

Skurðgrafa valt
Miðvikudagur 10. mars 2010 kl. 15:20

Skurðgrafa valt


Gröfustjóri hlaut minniháttar meiðsl er skurðgrafa sem hann stjórnaði valt ofan í skurð á framkvæmdasvæðinu ofan við Reykjaneshöllina fyrr í dag. Unnið er við gatnagerð á Nikkelsvæðinu svokallaða þar sem gröfustjórinn var að störfum er óhappið varð. Svo virðist sem kantur á skurðbarminum hafi látið undan en lögregla kannar tildrög óhappsins.

VFmyndir/elg.