Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Fréttir

Skipstjóri og tveir stýrimenn flutningaskips í haldi lögreglu eftir sjóslysið við Garðskaga
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein við sökkvandi strandveiðibátinn í nótt. Myndin er frá áhöfn björgunarskipsins.
Fimmtudagur 16. maí 2024 kl. 18:59

Skipstjóri og tveir stýrimenn flutningaskips í haldi lögreglu eftir sjóslysið við Garðskaga

Rússneskur skipstjóri fraktskipins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska norðvestur af Garðskaga í nótt. Vísir.is hefur eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum að auk skipstjórans séu fyrsti og annar stýrimaður einnig í haldi. Yfirheyrslur fara fram.

Strandveiðibáturinn Hadda HF var að öllum líkindum sigld niður af fraktskipinu Longdawn út af Garðskaga í nótt. Skemmdir eru á strandveiðibátnum eftir perustefni skipsins og augljósar skemmdir eru sjáanlegar á perustefni skipsins. Það var á leið til Evrópu en var vísað til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem lögregla tók á móti því.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Siglingaleið Longdawn frá Hafnarfirði og til Vestmannaeyja.