Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Skipa vinnuhóp til að bregðast við vatns- og orkuleysi
Miðvikudagur 11. mars 2020 kl. 09:31

Skipa vinnuhóp til að bregðast við vatns- og orkuleysi

Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur hefur falið slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja að fara þess á leit við sveitarfélögin á Suðurnesjum, HS Orku og HS Veitur að skipa einn til tvo fulltrúa hvert í vinnuhóp sem hafi það verkefni að gera áætlun um hvernig bregðast skuli við er til alvarlegra atburða kemur og heitt vatn til húshitunar, neysluvatn og rafmagn dettur út á Suðurnesjum.