RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Síldarvinnslan hættir útgerð ísfisktogara úr Grinavík - sjómönnum sagt upp
Jóhanna Gísladóttir GK í höfn í Grindavík.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 29. september 2025 kl. 16:43

Síldarvinnslan hættir útgerð ísfisktogara úr Grinavík - sjómönnum sagt upp

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en útgerð og fiskvinnsla Vísis í Grindavík er í eigu þess. 

Auk þess að hætta útgerð ísfisktogarans Gullvers NS 12 hefur Síldarvinnslan einnig ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Jóhönnu Gísladóttur GK 357 sem gerður hefur verið út af Vísi ehf. í Grindavík. Skipin eru 42 og 27 ára gömul, smíðuð 1983 og 1998.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Ákvörðunin er áfangi í  endurskipulagningu á starfsemi samstæðunnar sem nauðsynlegt var að grípa til. Uppsögn tveggja áhafna nær til 40 sjómanna. Gert er ráð fyrir að hluti þeirra fái pláss á ísfisktogaranum Birtingi NK og öðrum skipum samstæðunnar. Birtingur NK verður skipaður tvöfaldri áhöfn. Síldarvinnslan festi kaup á Birtingi NK í lok árs 2024 frá Skinney-Þinganes hf.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025