Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Rýming í gangi
Miðvikudagur 16. júlí 2025 kl. 02:58

Rýming í gangi

Búið er að rýma Bláa lónið og tjaldsvæðið í Grindavík. Þá stendur rýming yfir í Grindavík.

Síðustu 30 mínúturnar hefur mesta skjálftavirknin verið norður af því svæði þar sem skjálftahrinan hófst.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Áköf jarðskjálftahrina stendur yfir í Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem gefin var út í gærdag kom fram að nú væru komnir tveir þriðju þess magns af kviku í kvikuhólfið undir Svartsengi eins og hljóp 1. apríl sl.